27 des. 2021Yngri landsliðshópar hafa verið boðaðir til æfinga að venju í kringum jól og áramót en þar eru 30 manna æfingahópar U15, U16 og U18 drengja og stúlkna sem koma saman.
U18 ára liðin æfðu helgina fyrir jólin 18.-20. des. en hinir árgangarnir æfa milli jóla og nýárs.
Samhliða æfingum liðanna þá verða KKÍ og HR með mælingar sínar að venju en þar eru hópar mældir, bæði grunnmælingar eins og hæð og faðmur og svo eru ýmsar tækniæfingar gerðar eins og á stökkkrafti, snerpu og þoli. Þá verða þrír fræðslufyrirlestrar í lok mælingadagsins í samstarfi við HR þar sem þrír fyrirlestrar verða á dagskránni um mælinarnar hjá HR, næringarfæði og sálfræði.
Mælingar fara fram í Ólafssal hjá Haukum í dag og svo hafa liðin æft fyrir jól og verða við æfingar næstu daga í Grindavík, Keflavík, Ásgarði, hjá KR, í Ólafssal hjá Haukum, hjá Val að Hlíðarenda og í Þorlákshöfn.