29 nóv. 2021Íslenska karlalandsliðið leikur í dag gegn Rússlandi en leikurinn fer fram í Sánki Pétursborg. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður RÚV með HM-stofu fyrir leik og svo leikinn í beinni útsendingu á RÚV2.
Bæði lið unnu sína fyrstu leiki á föstudaginn var en Rússar unnu Ítalíu á meðan Ísland lagði Holland. Þetta er því seinni leikurinn í þessum nóvember glugga hjá landsliðinu en næsti leikgluggi verður í lok febrúar þegar Ísland á tvo leiki við Ítalíu.
Landslið Íslands í leiknum gegn Rússlandi:
Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (57)
Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (8)
Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (14)
Kári Jónsson · Valur (23)
Kristinn Pálsson · Grindavík (24)
Kristófer Acox · Valur (45)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (70)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (47)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (56)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (48)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (15)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (65)
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing
Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender
Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson