16 nóv. 2021Laugardaginn 20. nóvember nk. stendur KKÍ fyrir kvendómaranámskeiði. Leiðbeinandi er FIBA dómarinn Andrada Monika Csender.
Andrada byrjaði sinn dómaraferil 2008 og varð FIBA dómari 2012. Vorið 2014 dæmdi hún sinn fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í EuroCup Women, og hefur síðan dæmt fjóra úrslitaleiki í Euroleague Women. Hún hefur dæmt fjölda úrslitaleikja í heimsmeistarakeppnum yngri landsliða og fengið fjölda viðurkenninga fyrir hæfni sína sem dómari, t.a.m. verið valin dómari ársins síðustu þrjú ár í Danmörku.
Andrada mun ekki sitja auðum höndum í ferð sinni hingað til lands, en hún mun dæma leik Njarðvíkur og Breiðabliks í Subway deild karla fimmtudaginn 18. nóvember og lýsa því hvernig er að vera alþjóðadómari á hádegisfyrirlestri ÍSÍ föstudaginn 19. nóvember.
Við hvetjum alla þátttakendur kvendómaranámskeiðsins til að horfa á leikinn, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og ræða við Andrödu um leikinnvið Andrödu á námskeiðinu þann 20. nóvember.
Námskeiðið sjálft verður haldið á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal laugardaginn 20. nóvember kl. 09:00-17:00 og er frítt fyrir allar konur. Námskeiðið verður á ensku og fá allir þátttakendur hádegismat. Skráning á námskeiðið fer fram hér.
---
On Saturday 20 November the Icelandic Basketball Federation will host a women's refereeing course. FIBA referee Mrs. Andrada Monika Csender will teach at the clinic.
Andrada started her refereeing career in 2008 and became a FIBA referee in 2012. In the spring of 2014, she refereed her first European Championship final in the EuroCup Women, and has since refereed four finals in the Euroleague Women as well as numerous other final games in the world championships of junior national teams. She has also received many awards for her ability as a referee, e.g. has been awarded the honor as the referee of the year for the last three seasons in Denmark.
Andrada will be quite busy while visiting Iceland. She will referee a game between Njarðvík and Breiðablik in the men's Subway division on Thursday 18 November and host a seminar on what it is like to be an international referee at ÍSÍ lunch lecture on Friday 19 November.
We urge all registered participants in the womens course to watch the game on Thursday and discuss the game with her during the clinic on Saturday.
The course itself will be held on the 3rd floor of the sports center in Laugardalur on Saturday 20 November at 09: 00-17: 00. The course will be in English and all participants will get a free lunch.Please sign up here.