9 nóv. 2021Körfuknattleikssamband Íslands auglýsir eftir umsóknum um stöður aðstoðarþjálfara hjá yngri landsliðum sambandins sumarið 2022. 

KKÍ leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á körfuboltaþjálfun. Konur eru hvattar sérstaklega til að sækja um.

KKÍ heldur úti metnaðarfullu yngra landsliðsstarfi fyrir leikmenn á aldrinum 11 til 20 ára en á hverju ári sendir sambandið út átta yngri landslið auk A-landsliðanna tveggja. Hvert lið hefur á að skipa aðalþjálfara auk tveggja aðstoðarþjálfara sem skipa þriggja manna þjálfara teymi. Störfin sem um er að ræða eru aðstoðarþjálfarastöður í U15, U16, U18 og U20 kvenna og karla.

Aðstoðarþjálfarar starfa náið með aðalþjálfara liðsins og koma að allri skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd (þjálfun). Mikið er lagt uppúr því að aðstoðarþjálfarar séu virkir og beri ábyrgð innan hvers teymis. Þannig er það yfirlýst markmið sambandsins að allir þjálfarar bæti sig og taki sína reynslu úr „Þjálfaraskólanum“ og fari með þá vitneskju aftur til sinna félaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Þátttaka í skipulagningu, undirbúningi og þjálfun liðsins undir stjórn aðalþjálfara.
• Vinna eftir áherslum sambandsins um þjálfun yngri landsliðanna.
• Fylgjast með leikmönnum sem eru gjaldgengir í viðkomandi landslið.
• Mæting á allar æfingar liðsins.
• Skuldbinding á þátttöku í verkefnum liðsins sumarið 2022.


Hæfniskröfur
• Góð reynsla af þjálfun barna og unglinga EÐA mikil reynsla sem leikmaður í efstu deildum.
• Þjálfari skal hafa klárað 2. stigið í þjálfaranámi KKÍ (undanþága veitt ef þjálfari er virkur í þjálfaranáminu).
• Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
• Skipulögð, vönduð og öguð vinnubrögð.
• Góð íslensku eða ensku kunnátta.
• Séu virkir þjálfarar hjá félagi.


Frekari upplýsingar um starfið
Starfið er að mestu sjálfboðaliðastarf en þó fá aðstoðarþjálfarar eina fasta upphæð til að koma á móts við kostnað. Ferðalög og uppihald erlendis greiðist af sambandinu.

Umsókn fylgi hefðbundin starfsferilsskrá auk kynningabréfs um umsækjandi sem þjálfara.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2021 – Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir og frekari upplýsingar sendist á kki@kki.is