28 okt. 2021
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Agamál 21/2021-2022
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Sigurður Dagur Hjaltason, leikmaður Hamars, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hamars og Hattar í mfl. 1. deild kk., sem leikinn var þann 15. október 2021.
Agamál 22/2021-2022
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Ksenja Hribljan, leikmaður Tindastóls, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Tindastóls í mfl. 1. deild kvenna, sem leikinn var þann 16. október 2021.
Agamál 24/2021-2022
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gunnar Ingi Harðarsson, leikmaður Ármanns, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Ármanns gegn Val, sem fram fór þann 17. Október 2021.
Agamál 25/2021-2022
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Birkir Freyr Björgvinsson, leikmaður Snæfells, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells gegn KR, sem fram fór þann 18. Október 2021.