23 sep. 2021Haukar mæta portúgalska liðinu Clube União Sportiva í forkeppni að EuroCup kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Ólafssal kl. 19:30 og er miðasala á STUBB.
Þetta er í þriðja sinn í sögu KKÍ sem íslenskt félagslið tekur þátt en Haukar eru eina félagið sem það hefur gert. Þær tóku þátt 2005-2006 og 2006-2007 í evrópukeppninni síðast.
Leikið verður í kvöld á Íslandi og seinni leikurinn fer svo fram að viku liðinni 30. september á Azoraeyjum sem eru í 2 klst. flugfjarlægð undan strönd Portúgals.
Það lið sem vinnur samanlagt (fleiri sigrar/meiri stigamunur) fer áfram í kepninni.
KKÍ óskar Haukum góðs gengis og velfarnaðar í verkefninu!