20 sep. 2021VÍS bikarúrslitin 2021 voru leikin í september og úrslitaleikirnir fóru fram á laugardaginn og voru þeir haldnir með pompi og prakt í Smáranum í Kópavogi. Fyrri leikur dagsins var kvennaleikurinn þar sem Fjölnir og Haukar mættust. Fjölnir var að leika sinn fyrsta úrslitaleik í sögu félagsins. Í seinni leik dagsins mættust tvöfaldir bikarmeistarar Stjörnunnar sl. tveggja ára og Njarðvík.

Kvennaleikurinn:
Eftir fjöruga byrjun hjá Fjölni tóku Haukar völdin og leiddu í hálfleik með 14 stigum 38:52. Lítið gekk sóknarlega í leikhlutanum hjá Fjölni og Haukar bjuggu til smá forskot. Lið Fjölnis gafst ekki upp og minnkaði munin í loka leikhlutanum sem þær unnu með 10 stigum en Haukar héldu út og fögnuðu sigri 89:94. Þetta var 7. bikarmeistaratitill Hauka.

Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins í leikslok. Hún var með 26 stig, 9, fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Karlaleikurinn:
Stjarnan og Njarðvík skiptust á að skora og fór leikurinn fjöruga af stað. Mikið jafnræði var með liðunum. Njarðvík leiddi með fimm stigum í hálfleiknum. Góður 3. leikhluti skóp sigurinn fyrir Njarðvík sem unnu að lokum leikhlutann 26:15. Stjarnan svaraði í fjórða með því að vinna hann með 12 stigum en lokatölur 93:97 fyrir Njarðvík sem urðu bikarmeistarar í 8. sinn í sögu félagsins.
Maður leiksins var valin Dedrick Deon Basile hjá Njarðvík en hann var með 24 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst.

KKÍ óskar Haukum og Njarðvík til hamingju með titlana!