13 sep. 2021Hafin er skráning á tölfræðinámskeið KKÍ þetta haustið sem fer fram föstudaginn 17. september og verður það haldið í fundarsal í íþróttamiðstöðinni í Laugardal milli kl. 17-20.

Félög eru hvött til þess að skrá sitt fólk á námskeiðið en vert er að taka það fram að námkeiðið er öllum opið og er öllum að kostnaðarlausu. 

Mjög mikilvægt er fyrir lið í efstu tveim deildum að hafa hæfa tölfræðiskrásetjara í sínum röðum til að geta mannað ritaraborðið í vetur sem og tryggt góð gæði á tölfræðiþættinum.

Námskeiðið er beint að nýliðum sérstaklega sem eru að hefja störf, hvort sem er fyrir skrásetjara/hvíslara (e. Callers) en allir velkomnir.

Umsjón með námskeiðinu hefur Jón Svan Sverrisson og er fjarfundur í boði fyrir þá sem það vilja en KKÍ hvetur sem flesta til að mæta á staðinn.

 
Dagskrá námskeiðsins 17. september · Fundarsalur ÍSÍ Laugardal

17:00-18:45: 
Bóklegt - tölfræðiskilgreiningar og kynning á forritinu
Verklag við að tengjast og ganga frá leikjum í lokin
Samskipti við Genius Sports/KKÍ kynnt ef á þarf að halda í vetur

18:45-19:15: 
Matur í boði Domino’s 

19:15-20:00: 
Verklegt fyrir þá sem vilja - stattaður leikhluti eftir myndbandi og með yfirferð leiðbeinanda


Skráning fer fram á kki@kki.is og taka þarf fram grunnupplýsingar:

- Nafn
- Sími
- Netfang
- Félag
- Mæting á staðinn eða fjarfund?