6 sep. 2021
Dregið var í fjórðungs- og undanúrslit VÍS bikars karla og kvenna á skrifstofu KKÍ fyrr í dag.
Stutt er á milli leikja í VÍS bikarnum núna í september, svo nauðsynlegt var að klára að draga mótherja fram að úrslitum.
VÍS bikar kvenna
Lið Hauka, Keflavíkur og Vals eru komin áfram. Fjórar viðureignir eru í 16 liða úrslitum í kvöld, en því miður þá fækkaði liðum í bikarkeppni kvennamegin, svo eftir verða 7 lið í fjórðungsúrslitum. Þannig fer eitt lið beint áfram í undanúrslit, án þess að leika í fjórðungsúrslitum.
Fjórðungsúrslit - laugardagurinn 11. september
Viðureign 1: Stjarnan eða Tindastóll - Valur
Viðureign 2: Keflavík - Haukar
Viðureign 3: KR eða ÍR - Grindavík eða Njarðvík
Viðureign 4: Fjölnir eða Breiðablik (fara áfram í undanúrslit)
Undanúrslit - miðvikudagurinn 15. september
Sigurvegari viðureign 1 - Sigurvegari viðureign 2
Sigurvegari viðureign 4 - Sigurvegari viðureign 3
Í stuttu máli þýðir þetta að Stjarnan eða Tindastóll eða Valur eiga heimaleik gegn Keflavík eða Haukum í undanúrslitum. Í hinni viðureigninni þá er það Fjölnir eða Breiðablik sem eiga heimaleik gegn KR eða ÍR eða Grindavík eða Njarðvík.
VÍS bikar karla
Lið Hauka er komið áfram í fjórðungsúrslit, en annað kvöld eru sjö viðureignir um sæti í undanúrslitum. Leikið verður um öll sæti í undanúrslitum.
Fjórðungsúrslit - sunnudagurinn 12. september
Viðureign 1: Tindastóll eða Álftanes - Höttur eða Keflavík
Viðureign 2: Stjarnan eða KR - Grindavík eða Breiðablik
Viðureign 3: Njarðvík eða Valur - Haukar
Viðureign 4: Vestri eða Sindri - ÍR eða Þór Þ.
Undanúrslit - fimmtudagurinn 16. september
Sigurvegari viðureign 3 - Sigurvegari viðureign 4
Sigurvegari viðureign 2 - Sigurvegari viðureign 1
Í stuttu máli þýðir þetta að Njarðvík eða Valur eða Haukar eiga heimaleik gegn Vestra eða Sindra eða ÍR eða Þór Þ. Í hinni viðureigninni þá er það Stjarnan eða KR eða Grindavík eða Breiðablik sem eiga heimaleik gegn Tindastól eða Álftanesi eða Hetti eða Breiðablik.
VÍS bikar úrslit
Úrslit VÍS bikarsins verða leikin í Smáranum laugardaginn 18. september. Að þessu sinni eiga konurnar fyrri leikinn, kl. 16:45 og karlarnir seinni leikinn kl. 19:45. Þetta víxlast svo í úrslitum bikarkeppninnar 2022, þar sem karlarnir leika fyrri leikinn og konurnar þann seinni.