31 ágú. 2021FIBA dró í morgun í allar undankeppnir sínar fyrir FIBA World Cup 2023 en keppt verður í álfukeppnum í Afríku, Ameríku og Asíu og Evópu næstu tvö árin. Þar var Ísland meðal 32 þátttökuþjóða frá Evrópu sem hafa tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni en á endanum komast 12 lið á lokamótið sem fram fer á Filipseyjum, í Indónesíu og í Japan.
Vonir standa til að leikið verði heima og að heiman en ekki í sóttvarnarbubblum eins og hefur verið að undanförnu í landsliðsgluggum og er lagt upp með þá áætlun hjá FIBA fyrir alla gluggana framundan.
Þrjú lið af fjórum komast áfram úr þessum fyrstu riðlum í aðra umferð keppninnar þar sem þrjú önnur lið úr öðrum riðli bætast við. Að þeirri umferð lokinni fara aftur þrjú efstu úr hverjum riðli á lokamót HM 2023 sem fram fer á Filipseyjum, í Indónesíu og í Japan eða alls 12 liði frá Evrópu.
Ísland var dregið í H-riðill í eftirfarandi styrkleikaröð:
1. Ítalía
2. Rússland
3. Holland
4. Ísland
Leikið verður í þrem gluggum í fyrstu umferðinni sem dagsettir eru í nóvember 2021 og svo í febrúar og júní 2022.
Ljóst er að eftir að dregið var í töfluröð í morgun að fyrsti leikur verður þann 26. nóvember á útivelli gegn Hollandi og svo kemur heimaleikur gegn Rússlandi 29. nóvember í fyrsta glugganum.
#FIBAWC