30 ágú. 2021Á morgun þriðjudaginn 31. ágúst verður dregið í riðlakeppnina fyrir undankeppni HM 2023 hjá landsliði karla. Þar er Ísland meðal 32 þátttökuþjóða sem hafa tryggt sér þátttökurétt í Evrópu.

Dregið verður í undankeppnir allra álfukeppna (Afríku, Ameríku, Asíu og Evrópu) og hefst viðburðurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 CET) og verður hann sýndur beint á Youtube-rás FIBA.


Ljóst er að Ísland er í neðsta styrkleikaflokki að þessu sinni og mun því fá þrjá verðugar þjóðir sem andstæðinga í fyrri umferð undankeppninnar. Þrjú lið af fjórum komast áfram í aðra umferð keppninnar þar sem þrjú önnur lið úr öðrum riðli bætast við. Að þeirri umferð lokinni fara aftur þrjú efstu á lokamót HM 2023 sem fram fer á Filipseyjum, í Indónesíu og í Japan eða alls 12 liði frá Evrópu.

Hér er myndband sem útskýrir keppnisfyrirkomulagið í undankeppni Evrópu