17 ágú. 2021Íslenska karlalandsliðið leikur lokaleik sinn í dag í riðlinum í seinni umferð forkeppninnar að HM 2023 þegar liðið mætir Danmörku í síðari leik liðanna. Ísland vann fyrri leikinn sem þýðir að sigur mun tryggja liðinu annað sæti riðlsins og þar með sæti í riðlakeppni HM 2023 en þar verður dregið í riðla í lok mánaðarins.
Strákarnir okkar eru staðráðnir í að klára verkefnið og tryggja sæti sitt sjálfir og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Úrslit, staða og lifandi tölfræði verður að finna á heimasíðu keppninnar:
www.fiba.basketball/basketballworldcup/2023/pre-qualifiers/europe
- Leikskrá fyrir leikina í ágúst má sjá hérna -
Craig Pedersen hefur valið liðið fyrir leikinn og er hópurinn óbreyttur frá því í leiknum í gær og verður því þannig skipað:
Nafn, félag · landsleikir
- - - - - - - - - - - - - - - - -
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 4
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 55
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 91
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 21
Kristinn Pálsson, Grindavík · 22
Kristófer Acox, Valur · 43
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 45
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 54
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 19
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 46
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 13
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 69
Hilmar Smári Henningsson og Ragnar Örn Bragason munu hvíla í dag.