16 ágú. 2021Ísland lék sinn þriðja leik í kvöld og nú var það síðari leikurinn gegn Svartfjallalandi sem var á dagskránni. Leikurinn í kvöld var fjörugur og hafði Ísland undirtökun lengst af í leiknum. Heimamenn leiddu með tveim stigum eftir fyrsta leikhluta en Ísland var yfir í hálfleik 46:41.
Ísland vann þriðja leikhlutann 25:20 og var með tíu stiga forskot þegar fimm mínútur voru eftir. Því miður skoraði íslenska liðið aðeins eitt stig það sem eftir var og Svartfjallaland gekk á lagið og náði síðasta skoti leiksins þegar klukkan gall sem fór ofaní og svekkjandi 80:82 tap staðreynd í leik sem hefði verið sætt að vinna.
Íslenska liðið er staðráðið í að dvelja ekki við leikinn heldur klára verkefnið á morgun gegn Danmörku en sigur í þeim leik tryggir Ísland áfram í riðlakeppnina í undankeppni HM 2023 sem hefst í haust.
Í kvöld var Tryggvi Snær Hlinason stigahæstur með 21 stig og 10 fráköst. Ægir Þór Steinarsson og Elvar Már Friðriksson voru með sitthvor 15 stigin og Kári Jónsson var með 14 stig.
Leikurinn á morgun gegn Danmörku hefst kl. 18:00 og verður í beinni á RÚV2.
#korfubolti