12 ágú. 2021

Í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma er komið að fyrsta leik karlalandsliðsins af fjórum í lokaumferð forkeppni HM2023. Þá mætum við heimamönnum í Bemax Arena í Podgorica. Um er að ræða fyrsta leik liðsins í riðlinum en alls munum við mæta Svartfjallalandi tvisvar og Danmörku tvisvar í þessum glugga.

Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 eins og allir leikir liðsins og lifandi tölfræði verður að finna á heimasíðu keppninnar: 
www.fiba.basketball/basketballworldcup/2023/pre-qualifiers/europe

Leikskrá fyrir leikina í ágúst má sjá hérna

Lið Íslands verður þannig skipað í kvöld:

Nafn, félag · landsleikir
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 2
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 52
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 6
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 88
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 18
Kristinn Pálsson, Grindavík · 19
Kristófer Acox, Valur · 40 
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 42
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 51
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 16
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 43 
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 66

Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR, munu hvíla í dag.

Þjálfarar og starfsmenn liðsins:
Craig Pedersen · Þjálfari
Baldur Þór Ragnarsson · Aðstoðarþjálfari
Hjalti Þór Vilhjálmsson · Aðstoðarþjálfari
Valdimar Halldórsson · Sjúkraþjálfari
Hannes S. Jónsson · Fararstjóri
Kristinn Geir Pálsson · Liðsstjóri
Jón Bender · Sóttvarnarfulltrúi

🇲🇪 SVARTFJALLALAND · 🇮🇸 ÍSLAND
🏀 Landslið karla í körfuknattleik
🏆 Forkeppni HM 2023
⏰ 18:00 í kvöld
📺 Bein útsending á RÚV2

#korfubolti