25 jún. 2021Búið er að boða leikmenn til fyrstu æfingahópa í U20 ára liðunum. Leikmenn munu koma saman á fyrstu æfingahelginni nú um helgina og eftir hana verða loka 12 manna hóparnir valdir beint. 

Bæði lið taka þátt í leikjum gegn Norðurlöndunum í sumar, í kringum 19. júlí og dagana þar á eftir. Stelpurnar munu leika gegn Svíum og Finnum og strákarnir gegn Svíum, Finnum og Eistum.

U20 kvenna er í höndum Halldórs Karl Þórssonar sem er þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans eru Yngvi Páll Gunnlaugsson og Guðrún Ósk Ámundadóttir. 

U20 karla er í höndum Péturs Más Sigurðssonar og með honum verður Benedikt Guðmundsson og Baldur Þór Ragnarsson, en Baldur stýrir áherslum.

Æfingahóparnir eru þannig skipaðir:


U20 kvenna:
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Dagrún Inga Jónsdóttir · Hamar
Edda Karlsdóttir · Keflavík
Eva María Davíðsdóttir · Keflavík
Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
Fanndís María Sverrisdóttir · ÍR
Gígja Marín Þorsteinsdóttir · Hamar
Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
Hrefna Ottósdóttir · Þór Ak.
Jenný Geirdal Kjartansdóttir · Grindavík
Kristín Alda Jörgensdóttir · Ármann
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Ólöf Rún Óladóttir · Keflavík
Perla María Karlsdóttir · Hamar
Sara Lind Kristjánsdóttir · Keflavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Fjölnir
Thea Olafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Þóra Birna Ingvarsdóttir · KR


Alexandra Eva Sverrisdóttir, Stjörnunni, og Edda Karlsdóttir, Eva María Davíðsdóttir og Sara Lind Kristjánsdóttir frá Keflavík gáfu ekki kost á sér.

U20 karla:
Arnaldur Grímsson  · Vestri 
Árni Gunnar  Kristjánsson· Álftanes
Ástþór Atli Svalason  · Valur
Baldur Örn Jóhannesson  · Njarðvík
Benoný Svanur Sigurðarson  · ÍR
Dúi Þór Jónsson  · Stjarnan
Friðrik Anton Jónsson  · Stjarnan
Gunnar Steinþórsson  · Selfoss
Hilmir Hallgrímsson  · Stjarnan
Hlynur Breki Harðarson  · Fjölnir
Hugi Hallgrímsson  · Stjarnan
Ingimundur Orri Jóhannsson  · Þór Þ.
Júlíus Orri Ágústsson  · Þór Ak.
Kolbeinn Gíslason  · Þór Ak.
Magnús Helgi Lúðvíksson · Álftanes
Marínó Þór Pálmason  · Skallagrímur
Óli Gunnar Gestsson  · Hamar
Ragnar Ágústsson  · Þór Ak.
Róbert Orri Heiðmarsson  · Þór Ak.
Sigurður Pétursson  · Breiðablik
Steinar Snær Guðmundsson · Hamar
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þ.
Sveinn Búi Birgisson · Selfoss
Veigar Áki Hlynsson · KR
Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík
Þorvaldur Orri Árnason · KR

Kolbeinn Gíslason var að draga sig út vegna meiðsla og Arnór Bjarki Eyþórsson er í skóla í USA. Þá gáfu Ólafur Björn Gunnlaugsson og Viktor Máni Steffensen ekki kost á sér að þessu sinni.