29 maí 2021

Breiðablik b er meistari neðri deilda drengjaflokks eftir 85-79 sigur á KR b í úrslitaleik í TM-helli ÍR fyrr í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi, en liðin skiptust 10 sinnum á forystunni og 5 sinnum var jafnt. Úrslit leiksins réðust ekki fyrr en á lokamínútu leiksins, þegar KR b brá á það ráð að brjóta til að senda Breiðablik á vítalínuna. 
Hægt er að sjá myndir úr leiknum hérna.

Sölvi Ólason fór fyrir Breiðablik b í leiknum og var valinn maður leiksins í leikslok. Hann skoraði 30 stig, tók 8 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Viktor Rivin Óttarsson var einnig atkvæðamikill í liði Blika með 15 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.

Davíð Blöndal var langatkvæðamestur KR-inga með 28 stig, 16 fráköst og 14 fiskaðar villur á mótherja.