27 maí 2021

Í úrslitum 1. deildar karla tímabilið 2020-2021 mætast Hamar og Vestri, en leikið er um laust sæti í úrvalsdeild tímabilið 2021-2022. Leiktímar í úrslitaviðureign 1. deildar karla liggja fyrir.

Fyrsti leikdagur í úrslitum 1. deildar karla er miðvikudaginn 2. júní. Leikið er þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki. Það félag sem vinnur úrslitaviðureign 1. deildar karla ávinnur sér sæti í úrvalsdeild leiktíðina 2021-2022.

(2) Hamar – (4) Vestri
Leikur 1 – 2. júní 19:15
Leikur 2 – 5. júní kl. 19:15
Leikur 3 – 8. júní kl. 19:15
Leikur 4 (ef þarf) – 11. júní kl. 19:15
Leikur 5 (ef þarf) – 13. júní kl. 19:15