25 maí 2021

Keppt var til úrslita í minnibolta 11 ára stúlkna um helgina í Fjölnishöllinni í Grafarvogi og var það Stjarnan sem varð Íslandsmeistari 2021!

Sex lið voru í riðlinum að þessu sinni og unnu Stjörnustúlkur alla sína fimm leiki og þar með mótið þessa helgi. Fjölnir varð í öðru sæti og hlaut silfur og svo komu Haukar, Grindavík, Breiðablik og Vestri þar á eftir.

Kjartan Atli Kjartansson er þjálfari liðsins og Alexandra Eva Sverrisdóttir er aðstoðarþjálfari.

KKÍ óskar stelpunum og Stjörnunni til hamingju með titilinn!