29 apr. 2021
Dregið var í riðla fyrir EM, EuroBasket 2022, sem fram fer á næsta ári, 1.-18. september 2022. Leikið verður í fjórum riðlum í fjórum löndum en riðlanir verða hver um sig leiknir í Tbilsi Georgíu, Mílan Ítalíu, Prag Tékklandi og í Cologne Þýskalandi. Úrslitin verða svo leikin í Berlín í Þýskalandi líkt og árið 2015.
Dirk Nowitzki, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og NBA-stórstjarna, var kynntur sem sendiherra EuroBasket 2022 en hann tók einnig þátt í drættinum í dag.
Eftirfarandi lið voru dregin saman: (í réttri röð eftir styrkleikaröð)
A-riðill: Spánn, Rússland, Tyrkland, Georgía, Belgía, Búlgaría
B-riðill: Frakkland, Litháen, Slóvenía, Þýskaland, Ungverjaland, Bosnía
C-riðill: Grikkland, Ítalía, Króatía, Úkraína, Bretland, Eistland
D-riðill: Serbía, Tékkland, Pólland, Finnland, Ísrael, Holland
Heimasíða keppninnar: www.fiba.basketball/eurobasket/2022