26 apr. 2021Á föstudaginn fór fram riðlakeppni í FIBA Esports Open III þar sem KKÍ og Ísland tók þátt í fyrsta sinn í rafkörfuknattleik. Keppt var í NBA2K á Playstation en alls eru 60 þjóðir sem eru skráðar til leiks. Keppni í Evrópudeildinni var um helgina og það var Rússlands sem stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik gegn Lettlandi.
Það voru sex leikmenn sem léku þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni, gegn Kýpur, Bosníu og Serbíu. Ísland tapaði öllum viðureignum sínum og voru þar með úr leik en tvö efstu liðin fóru upp úr riðlinum.
Leikur 1 · 🇨🇾 KÝPUR 94:43 🇮🇸 ÍSLAND
Leikur 2 · 🇮🇸 ÍSLAND 56:68 🇧🇦 BOSNÍA
Leikur 3 · 🇮🇸 ÍSLAND 58:79 🇷🇸 SERBÍA
Leikmenn Íslands á mótinu:
Agnar Daði Jónsson · Reykjavík (IsMeYaBoiiiiiii)
Alexander Leon Kristjánsson · Ísafjörður (GOAT--LEON-)
Björgvin Lúther Sigurðarson · Álftanes (Bjorgvin Luther)
Friðrik Heiðar Vignisson (Fyrirliði) · Ísafjörður (frikkibeast6000)
Lórenz Geir Þórisson · Hafnarfjörður (lorenzgeir)
Róbert Ingi Gunnarsson · Hafnarfjörður (BigD_Roberto)
Virkilega gaman var að taka þátt í mótinu og lærðu bæði leikmenn og skipuleggjendur mikið á verkefninu og ljóst að það verður eitt og annað sem verður bætt og lagfært fyrir næsta mót sem ætti að verða í haust.
KKÍ vill þakka RÍSÍ, Rafíþróttasamtökum Íslands, sérstaklega fyrir samstarfið sem var eins og áður segir lærdómsríkt og gekk mjög vel, sem og leikmönnunum sem tóku þátt og mynduðu fyrsta landsliðið í rafíþrótt í körfuknattleik.