26 mar. 2021

FIBA í samstarfi við NBA stendur fyrir keppni landsliða á FIBA Esports Open III á netinu í tölvuleiknum NBA2K og hefur KKÍ skráð Ísland til leiks í fyrsta sinn.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Rafíþróttasamtök Íslands. Keppt verður innan 6 heimsálfa fyrst og 36 lönd taka þátt og munu keppa í undankeppnum og svo verða úrslit í lokin.

KKÍ leitar hér með að áhugasömum og reyndum spilurum sem hafa áhuga á að keppa í landsliði Íslands í liði 5-gegn-5 gegn öðrum landsliðum í mótinu en keppt verður á Playstation 5. Áætlað er að hefja keppni í apríl þannig að tíminn er takmarkaður til að setja saman lið og býður KKÍ áhugasömum um að skrá sig í formið hér neðar sem vilja taka þátt.

Þátttökukröfur eru eftirfarandi:
- Leikmenn þurfa að vera 16 ára eða eldri
- Öll kyn mega taka þátt saman
- Þátttakendur þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar
- Þátttakendur þurfa að vera með leikmann í leiknum sem hefur 95 í MyCareer rating
- Þátttakendur þurfa að eiga PSN ID og vera með gilda PS Plus áskrift


Alls verða 7 spilarar í liði Íslands. FIBA og NBA setja upp keppnisvöll og landsliðsbúninga íslenska landsliðsins í leiknum. Keppt verður 5-gegn-5 í PRO AM MODE og keppt verður yfir netið úr aðstöðu Rafíþróttasamtakanna eða í stúdíói. 

KKÍ og Rafíþróttasamtökin munu ákveða endanlegt lið miðað við áhuga og hæfni endanlegt landslið Íslands í keppninni.

Um mótið:
• 36 Landslið taka þátt (voru 17 síðast)
• 6 álfur
• 252 Esport spilarar
• 97 leikir
• 70 klst. af beinum útsendingum
• 2.5 milljón áhorfa á samfélagsmiðlum á Open II

Skráning fer fram á forminu hér að neðan til og með miðvikudagsins 7. apríl.

- Skráningar form KKÍ x FIBA x Rafíþróttasamtök Íslands -

Taka þarf fram eftirfarandi upplýsingar í forminu:
- Fullt nafn
- Fæðingardag og ár
- Símanúmer
- Netfang
- Frá félagi (ef við á)
- - - - - - - - - - - - - - -
- MyCareer leikmaður rating? (verður að vera 95+)
- Playstation 4 eða 5?
- PS Plus áskrift? (já/nei)