24 mar. 2021

Stjórn KKÍ kom saman til fundar síðasta mánudag, en það var fyrsti fundur stjórnar eftir 54. Körfuknattleiksþing 13. mars síðastliðinn. Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar er að skipa í embætti stjórnar og nefndir sem samkvæmt lögum er gert að tillögu formanns. Tillögurnar voru allar samþykktar samhljóða.

Stjórn KKÍ skipti svo með sér verkum:
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, 1. varaformaður.
Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður.
Guðni Hafsteinsson gjaldkeri.

Fastanefndir:
Mótanefnd: Lárus Blöndal, formaður. Aðrir nefndarmenn eru Bjarki Þorsteinsson og Guðni Guðnason.
Dómaranefnd: Jón Bender, formaður. Aðrir nefndarmenn eru Aðalsteinn Hrafnkelsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
Fjárhagsnefnd: Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson er formaður fjárhagsnefndar skv. lögum KKÍ. Guðni Hafsteinsson gjaldkeri stjórnar KKÍ á einnig sæti í nefndinni. Aðrir nefndarmenn verða skipaðir síðar.
Afreksnefnd: Herbert Arnarson, formaður. Aðrir nefndarmenn verða skipaðir á næsta fundi.
Fræðslunefnd: Birna Lárusdóttir, formaður. Aðrir nefndarmenn verða skipaðir á næsta fundi.
Laganefnd: Einar Karl Birgisson, formaður. Aðrir nefndarmenn verða skipaðir á næsta fundi.

Ákveðið að fastir stjórnarfundir KKÍ verði haldnir 2. mánudag í hverjum mánuði. Stjórn ákvað einnig að fundargerðir stjórnar KKÍ verði aðgengilegar á kki.is til upplýsinga fyrir hreyfinguna.