24 mar. 2021

Yfirvöld kynntu hertar aðgerðir á blaðamannafundi sínum kl. 15:00 í dag. Í ljósi þeirra aðgerða verður öllum leikjum í Íslandsmótinu í körfubolta frestað ótímabundið. Hvort og hvenær þeir leikir fara fram skýrist þegar ljóst er hverjar aðgerðir yfirvalda verða á komandi vikum.

Öllum leikjum í dag verður sömuleiðis frestað að tilmælum yfirvalda.