14 mar. 2021
Körfuknattleiksþing 2021 fór fram laugardaginn 13. mars 2021, en að þessu sinni var þingið haldið í fjarfundarformi.
Fyrir þinginu lágu fyrir fimm tillögur, en allar tillögurnar má sjá á heimasíðu KKÍ.
Þingskjal 1: Lög KKÍ - samþykkt óbreytt án umræðu
Þingskjal 2: Fjöldi erlendra leikmanna - fellt
Þingskjal 2b: Breytingartillaga við þingskjal 2 - fellt
Þingskjal 3: Kynjablönduð lið - fellt
Þingskjal 3b: Breytingartillaga laga- og leikreglnanefndar við þingskjal 3 - fellt
Þingskjal 3c: Breytingartillaga Breiðabliks við þingskjal 3 - fellt
Þingskjal 4: Afreksstefna KKÍ - samþykkt óbreytt án umræðu
Þingskjal 5: Fjárhagsáætlun KKÍ - samþykkt óbreytt án umræðu
Kosningar á KKÍ þingi 13. mars 2021
Formaður til fjögurra ára:
Hannes Sigurbjörn Jónsson
Stjórn KKÍ til fjögurra ára:
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Birna Lárusdóttir
Jón Bender
Lárus Blöndal
Stjórn KKÍ til tveggja ára
Herbert Arnarson
Guðni Hafsteinsson
Erlingur Hannesson
Einar Karl Birgisson
Guðrún Kristmundsdóttir
Nýkjörin stjórn KKÍ mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi í samræmi við lög KKÍ.
Ræðu formanns KKÍ við setningu körfuknattleiksþings má sjá hér, en einnig ávörpuðu þingið Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson varaformaður UMFÍ, Andreas Zagklis framkvæmdastjóri FIBA og Kamil Novak framkvæmdastjóri FIBA Europe.