11 mar. 2021
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Agamál 28/2020-2021
Szymon Eugieniusz Nabakowski, þjálfari Skallagríms, skal sæta fjögurra leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms gegn ÍR í riðlakeppni yngri flokka sem leikinn
var þann 23. febrúar 2021. dóminn má lesa í heild hér
Agamál 31/2020-2021
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar í Domino's deild mfl. karla sem fram fór þann 7. mars sl.
Agamál 32/2020-2021
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ólafur Björn Gunnlaugsson, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR gegn Valur/Ármann, sem fram fór þann 07. Mars 2021.