20 feb. 2021

Í dag er komið að síðasta leik okkar drengja í fyrstu umferð forkeppninnar fyrir HM 2023 í bubblunni sem fram fer í Kosovó.

Ísland er búið að tryggja sér sigur í riðlinum og mun því leika í ágúst í annari umferð undankeppninnar ásamt Portúgal og Hvíta-Rússlandi úr hinum riðli forkeppninnar ásamt átta löndum sem ekki komast beint á EuroBasket í undankeppninni sem stendur yfir á sama tíma. Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum þar sem tvö lið fara áfram í hina eiginlegu undankeppni HM.

Liðskipan Íslands gegn Lúxemborg í dag verður eins og á fimmtudaginn fyrir utan eina breytingu sem er sú að Hjálmar Stefánsson kemur inn fyrir Ragnar Ágúst Nathanaelsson í leiknum í dag. 

🏀 LEIKDAGUR · Landslið karla
🇱🇺 LÚXEMBORG 🇮🇸 ÍSLAND
🏆 Forkeppni að undankeppni HM 2023
📍 Leikið í FIBA bubblunni í Kosovó
⏰ Kl. 15:00 á ísl. tíma
📺 Sýndur beint á RÚV

#korfubolti