10 feb. 2021Íslenska karlalandsliði heldur að utan á laugardaginn kemur til Pristina í Kosovó til að taka þátt í landsliðsglugganum sem fram fer dagana 15.-21. febrúar. Leikið verður í sóttvarnar „bubblu“ sem FIBA setur upp eins og gert var í nóvember fyrir bæði karla- og kvennaliðin og nú aftur í febrúar hjá kvennaliðinu í Slóveníu. Leikmenn ytra og hér heima hafa verið í mótefnamælingum og skimunum í aðdraganda ferðarinnar skv. kröfum FIBA.
Íslenska liðið leikur í þessum glugga tvo lokaleiki sína í riðlinum og mætir fyrst liði Slóvakíu og svo Lúxemborg. Fyrri leikurinn verður fimmtudaginn 18. febrúar gegn Slóvakíu og sá síðari gegn Lúxemborg laugadaginn 20. febrúar. Báðir leikirnir verða í benni útsendingu á RÚV.
Tvö efstu lið riðilsins fara áfram og leika í ágúst um sæti í aðal-undakeppni HM í þriggja liða riðli, þar sem liðin úr undankeppni EM (sem fer fram á sama tíma í febrúar), bætast við. Það eru þau lið sem ekki komast á lokmamót EM og bætast við lokaumferð undankeppninnar fyrir HM 2023.
Ísland er sem stendur í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þarf einn sigur til að gulltryggja sæti sitt áfram.
Craig Pedersen hefur valið 13 leikmenn til að taka þátt í verkefninu að þessu sinni og valdi hann einn nýliða í hópinn en Styrmir Snær Þrastarson frá Þór Þorlákshöfn tekur þátt í sínu fyrsta A-landsliðverkefni að þessu sinni.
Nafn · Félag (landsleikir)
Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22)
Hjálmar Stefánsson · CB Carbajosa, Spánn (18)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13)
Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14)
Kristinn Pálsson · Grindavík (15)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (38)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)
Eftirtaldir leikmenn gátu ekki tekið þátt að þessu sinni af ýmsum ástæðum:
Martin Hermannson, Ægir Þór Steinarsson, Haukur Helgi Briem Pálsson, Kristófer Acox, Pavel Ermolinskij, Breki Gylfason og Collin Pryor.
Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson
Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/basketballworldcup/2023/pre-qualifiers/europe