6 feb. 2021Í dag kl. 16:00 er komið að síðasta leik kvennalandsliðsins í þessari undankeppni fyrir EuroBasket Women's 2021. Stelpurnar okkar mæta heimastúlkum frá Slóveníu en þær hafa unnið riðilinn og leika á lokamóti EM í sumar.
Stelpurnar ætla að byggja ofan á það sem gekk vel í síðasta leik á fimmtudaginn gegn Grikkjum og eru staðráðnar í að klára keppnina á góðum leik í dag. Það fer vel um liðið úti og aðstæður og skipulag er til fyrirmyndar.
Hægt er að skoða nánar stöðu og sjá upplýsingar á heimasíðu keppninnar hérna: www.fiba.basketball/womenseurobasket/2021/qualifiers
Leikskrá leiksins: SLÓVENÍA-ÍSLAND
Íslenska liðið er þannig skipað í dag:
Nafn · Félag (landsleikir)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (Nýliði)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (5)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (7)
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (10)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (23)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (24)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (33)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (7)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (5)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Riders, England (22)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (56)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (20)
13. leikmaður liðsins:
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjórn: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnarfulltrúi: Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson