15 jan. 2021Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik og hefur Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari valið þá leikmenn sem leika í landsliðsglugganum, en hann er síðasta umferðin í undankeppninni fyrir EM, EuroBasket Women’s 2021.
Leikirnir fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir í Slóveníu í Ljubljana í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði í nokkrum löndum.
Íslenska liðið heldur utan 30. janúar til Slóveníu og æfir saman ytra í „bubblunni“ fyrir leikina en leikdagar verða 4. febrúar gegn Grikkjum og 6. febrúar gegn heimastúlkum í Slóveníu.
Einn nýliði er í liðinu að þessu sinni en það er Ásta Júlía Grímsdóttir frá Val sem tekur þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni. Þrettán leikmenn voru valdar í verkefnið en Anna Ingunn Svansdóttir frá Keflavík er 13. leikmaður liðisins og mun æfa og ferðast með liðinu og vera til taks ef gera þarf breytingar á liðinu í verkefninu.
Heimasíða keppninnar er hérna: www.fiba.basketball/womenseurobasket/2021/qualifiers
Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn:
Nafn · Félag (landsleikir)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (Nýliði)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (4)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (6)
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (9)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (22)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (23)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (32)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (6)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (4)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Riders, England (21)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (55)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (19)
13. leikmaður liðsins
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnarfulltrúi: Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson