8 jan. 2021Búið er að uppfæra reglugerð KKÍ um ráðstafanir v/ COVID-19 en þar má helst benda á grein 3. sem fjallar um hlutgengni leikmanna. 

Í stuttu máli verða allir leikmenn löglegir í leikjum sem frestað var á tímabilinu 7. sept 2020 til og með 12. janúar 2021. Þar er átt við nýja leikmenn hjá félögum og sem hafa haft félgaskipti. Ákvæðið á ekki við þá sem eiga eftir að taka út leikbönn.

Þá hefur félagskiptagluginn einnig verið lengdur um mánuð, og er hann opinn til og með miðnættis þann 28. febrúar 2021, fyrir alla leikmenn á öllum aldri, bæði erlenda og íslenska. 


Reglugerðina má sjá hérna á kki.is (undir Lög og reglugerðir)