21 des. 2020
KKÍ hefur fengið undanþágu til æfinga fyrir afeksdómara KKÍ, en nauðsynlegt er að tryggja þeirra æfingar svo hægt verði að hefja keppni með sem eðlilegustum hætti þegar tækifæri til keppni gefst.
Afreksdómarar sambandsins eru þeir dómarar sem dæma í efstu og næst efstu deildum karla og kvenna, en þessir dómarar fá tækifæri til að æfa undir leiðsögn færra þjálfara, annars vegar hjá Spörtu í Reykavík og hins vegar hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Við þökkum þessum aðilum fyrir veitta aðstoð og gott samstarf við undirbúning þessara æfinga.
KKÍ hefur unnið að því að ungmenni á framhaldsskólaaldri fái tækifæri til að æfa, sem og aðrir hópar sem eru í pásu sem stendur. Áfram verður unnið að því að þessir hópar komist á parketið sem fyrst.