28 nóv. 2020Ísland og Kosovó mættust í kvöld í seinni leik liðanna í nóvember-glugganum sem leikinn er í Bratislava í Slóvakíu. Ísland, sem lék gegn Lúxemborg á fimmtudaginn, byrjaði rólega og voru aðeins á eftir Kosovó til að byrja með, en náði góðum kafla eftir hálfan leikhlutann. Staðan 21:17 eftir fyrsta leikhluta fyrir Íslandi. Ísland bætti í og átti frábæran annan leikhluta sem fór 24:12 og ljóst í hvað stefndi þar sem okkar strákar voru betri á öllum sviðum. Síðasti leikhlutinn fór 19:19 og því 24 stiga sigur niðurstaðan sem er gott veganesti í riðlakeppninni fyrir febrúar gluggan 2021.
Lokatölur 86:62 og þar með ljóst að Ísland á innbyrðis gegn Kosovó þar sem fyrri leikurinn tapaðist með tveimur stigum í febrúar.
Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik, var með 30 framlagsstig, skoraði 22 stig, þar af hitti hann úr 6 þriggja stiga skotum í röð, og var með 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Kári Jónsson var með 13 stig, Jón Axel Guðmundsson voru með 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson var með 12 stig og 8 fráköst og Tryggvi Snær Hlinason var einnig með 12 stig og tók að auki 9 fráköst og varði 3 skot.
Ísland er þar með á toppnum í riðlinum eftir fjóra leiki, með eitt tap og þrjá sigra. Næstu leikir eru gegn Slóvakíu og Lúxemborg í febrúar glugga sem verður leikinn með sama sniði, það er í bubblu á einum stað.