28 okt. 2020
Nú þegar leiktíðin er stopp er um að gera að nota tímann til að grúska svolítið. Kristinn Óskarsson alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi (FIBA Referees Instructor) og KKÍ dómari síðan 1987 mun halda fyrirlestur á sunnudaginn 1. nóvember kl. 10:30 á Zoom og mun standa í 75-90 mínútur.
Hann kallar fyrirlesturinn „Hugmyndafræði leiksins út frá leikreglum og dómgæslu“. Upphaflega setti hann þennan fyrirlestur saman fyrir dómara en hann mun aðlaga hann þannig að hann sé áhugaverður einnig fyrir leikmenn, þjálfara, stjórnarmenn, sérfræðinga, foreldra og áhugafólk um leikinn okkar. Hann mun fara yfir upphaf leiksins og hugmyndafræðina og ýmis grundvallaratriði sem dómarar þurfa að hafa í huga í störfum sínum. Ef tími vinnst til gefst færi til að spyrja Kristinn út úr í lokin.
Allir velkomnir!
https://zoom.us/j/93764988659?pwd=bU5mUXlNOHVQd1dMVExkYkdMdkhSQT09
Meeting ID: 937 6498 8659
Passcode: 789866