23 okt. 2020
KKÍ hefur gefið út Aftur á parketið - Leiðbeiningar um endurræsingu keppnistímabils Domino‘s og 1. deilda eftir stopp vegna sóttvarnarráðstafana yfirvalda. Leiðbeiningarnar hafa þegar verið sendar út til aðildarfélaga KKÍ í Domino's og 1. deildum karla og kvenna og eru einnig aðgengilegar hér á heimasíðu KKÍ.
Leiðbeiningarnar eru unnar í góðri samvinnu við heilbrigðisteymi KKÍ og fræðasamfélagið, en meðal annars er byggt á góðum restart leiðbeiningum FIBA. Aftur á parketið er hugsað sem eins konar leiðarvísir eða leiðbeiningar til þeirra félaga sem þurfa að koma afreksíþróttamönnum sínum aftur í gang eftir það æfingastopp sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikurnar. Það er von þeirra er að þessari vinnu koma að þessar leiðbeiningar geti liðsinnt aðildarfélögum KKÍ við að skipuleggja sína leið aftur á parketið.