14 okt. 2020
Á fundi dómaranefndar með þjálfurum í september kynnti Jón Bender áherslur dómaranefndar fyrir núverandi keppnistímabil ásamt yfirferð Kristins Óskarssonar á reglubreytingum fyrir þetta tímabil. Leikreglur, áherslur dómaranefndar og annað er snýr að reglum leiksins má sjá hér.
Dómaranefnd hefur lagt áherslu á það við sína dómara að dæma tæknivillur í samræmi við leikreglur og áherslur FIBA. Þetta myndband frá FIBA var sýnt á fundinum til að fara yfir gildandi áherslur https://youtu.be/WTVQATNJBd0.
Einnig er minnt á aukahluti leikmanna (accessories). Allir leikmenn sama félags sem nota aukahluti (accessories) skulu vera með aukahluti í sama lit. Vert er að taka fram að þetta á líka við um undirbuxur undir stuttbuxur, undirboli og svitabönd. Þetta hefur verið kynnt áður, en er ítrekað núna.