8 okt. 2020
Námskeiðið fer fram á netinu og fer fram laugardaginn 17. október og er áætlað að það standi yfir milli kl. 09:30 - 16:00.
Skráning er hafin hérna
Þátttakendur taka þátt í fjarnámi á netinu og verður farið yfir kennsluefni leiðbeinanda og þátttakendur leysa verkefni saman í hóp. Mikilvægt er að þátttakendur hafi tölvu með vefmyndavél og nettengingu til að taka þátt.
Á námskeiðinu verður farið yfir öll grunnatriðin í dómgæslu svo sem reglur og staðsetningar og hljóta þeir sem standast námskeiðið réttindi til þess að dæma hjá öllum yngri flokkum. Þar með talið í drengja-, stúlkna- og unglingaflokkum og í neðri deildum í meistaraflokkum (að 1. deildum undanskildum).
Þá geta áhugasamir farið á niðurröðun dómaranefndar í leikjum á vegum KKÍ óski þeir þess.