2 okt. 2020Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla. Leikirnir áttu að vera tveir á dagskránni en fresta þurfti tímabundið leik Þórs Ak. og Keflavíkur v/COVID-19.

Leikur kvöldsins er viðureign Vals og Stjörnunnar sem fram fer í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og svo strax að honum loknum er komið að Domino's körfuboltakvöldi þar sem fyrsta umferðin verður gerðu upp.

Áhorfendur:
Við minnum á að áhorfendur eru leyfðir á öllum leikstöðum, en hafa ber í huga að takmarkaður fjöldi miða er í boði á hverjum leikstað, mest 200 manns, bjóði íþróttahús heimaliðsins upp á þann fjölda miðað við sóttvarnir. Áhorfendur verða að virða almennar sóttvarnir svo að auki.

ATH! KKÍ aðgöngukort eru ekki í gildi og óútgefin eins og er, en þau verða ekki gefin út fyrr en fjöldatakmörkun áhorfenda verður afnumin eða aukin úr 200 manns á leik.

Stubbur · miðasala á netinu
KKÍ hefur samið við Stubb um að hafa alla leiki í Domino's deildum og 1. deildum karla og kvenna í miðasölu smáforritinu STUBBI sem er fáanlegt fyrir bæði iOS og Android síma. Notendur skrá greiðslukort í fyrsta skipti eða borga með Aur eða Kass, geta þá keypt miða fyrirfram og virkjað hann svo þegar þeir mæta á leikstað. Snertilaus lausn og minnkar raðir á leikstað. 

➡️Hér má nálgast Stubb fyrir iOS/Apple
➡️Hér má nálgast Stubb fyrir Andriod

🍕 Domino's deild karla
🗓 Fös. 2. október
📍 Origo-höllin, Hlíðarenda
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport
🖥 LIVEstatt á kki.is

⏰ 20:15
🏀 VALUR-STJARNAN

⏰ 22:00
📺 Domino's Körfuboltakvöld á St2Sport

📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildin