29 sep. 2020

Mótanefnd KKÍ hefur frestað leik Keflavíkur og Snæfells í Domino‘s deild kvenna sem fyrirhugaður var laugardaginn 3. október nk. Þetta er tilkomið þar sem leikmannahópur Keflavíkur er í sóttkví fram yfir settan leikdag. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími, en ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um næstu leiki Keflavíkur þann 7. og 14. október nk.