29 sep. 2020Aðgöngukort KKÍ verða gefin út rafrænt í Stubbur smáforritinu. Stubbur er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play store fyrir iOS og Android tæki.

Korthafar athugið:
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að fresta útgáfu kortanna í ár þar til fjöldatakmörkun áhorfenda (200) á leikjum verður afnumin eða fjöldi áhorfenda aukin.


Stubbur miðasala í smáforriti

Þegar kortin verða klár munu korthafar sem eiga aðgöngukort á þessu tímabili geta nálgast sinn miða inni í appinu. Þeir sem eru með kort fyrir tvo tvo frímiða á hvern leik sem þeira fara á og þeir sem eru með kort fyrir einn fá einn frímiða á þann leik sem þeir fara á. Eingöngu handhafi kortsins má nota sitt kort hverju sinni. Að auki verður hægt að kaupa fleiri miða á alla leiki í efstu tveim deildum karla og kvenna með því að hafa skráð kort í appinu. Notendur geta t.d valið sér sitt lið og fengið tilkynningar um leiki og keypt miða fyrirfram og sleppt röð á leikstað í miðasölum íþróttahúsa.

Leikmenn í Domino's deildum og 1. deildum:
Leikmenn í Domino’s deildum fá eingöngu aðganga að deildarleikjum í Domino’s deildum fyrir sjálfa sig sem og 1. deildar leikmenn fyrir sig eingöngu inn á deildarleiki í 1. deildunum. Leikmannakort gilda ekki á bikarleiki, landsleiki og leiki í úrslitakeppnum.

#korfubolti