23 sep. 2020Í dag er gleðidagur þegar Domino's deild kvenna hefst að nýju, en ekki hefur verið leiki í efstu deild síðan 11. mars 2020. Í kvöld fer fram heil umferð með fjórum leikjum.
Fyrsti leikurinn hefst kl. 18:30 þegar Fjölnir og Snæfell mætast í Dalhúsum, Grafarvogi. Síðan kl. 19:15 fara svo fram þrír leikir þegar Breiðablik tekur á móti Val í Smáranum, Keflavík fær KR í heimsókn í Reykjanesbæ og síðan er það leikur Hauka og Skallagríms í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Við minnum á að áhorfendur eru leyfðir á öllum leikstöðum, en hafa ber í huga að takmarkaður fjöldi miða er í boði á hverjum leikstað.
Stubbur · miðasala á netinu
KKÍ hefur samið við Stubb um að hafa all aleiki í Domino's deildum og 1. deildum karla og kvenna í miðasölu smáforritinu STUBBI sem er fáanlegt fyrir bæði iOS og Android síma. Notendur skrá greiðslukort í fyrsta skipti eða borga með Aur eða Kass, geta þá keypt miða fyrirfram og virkjað hann svo þegar þeir mæta á leikstað. Snertilaus lausn og minnkar raðir á leikstað.
🍕 Domino's deild kvenna í kvöld!
⏰ 18:30
🏀 Fjölnir-Snæfell
⏰ 19:15
🏀 Breiðablik-Valur
🏀 Keflavík-KR
🏀 Haukar-Skallagrímur 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport
➡️Hér má nálgast fyrir iOS/Apple
➡️Hér má nálgast fyrir Andriod
#korfubolti #dominosdeildin