15 sep. 2020KKÍ hefur uppfært leiðbeiningar vegna komu erlendra leikmanna og þeirra ferðatakmarkana sem í gildi eru.
Heildarskjalið er að finna hér á vef kki.is: Tilmæli v/Covid-19
Það sem er uppfært núna er afgreiðsla UTN/ÚTL á ferðaundanþágum leikmanna frá USA.
Í stuttu máli gildir eftirfarandi:
Fyrir alla erlenda leikmenn (bæði USA/utan EES og Bosman-A leikmenn):
Allir íþróttamenn sem koma frá evrópulöndum þurfa að gangast undir fyrri og seinni skimun við komuna, ásamt sóttkví í heimahúsi þar til niðurstaða skimana liggur fyrir.
Um reglur sóttkvíar gildir reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 (https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/0580-2020). Mikilvægt er að hafa í huga þær reglur sem gilda um heimasóttkví og koma fram í reglugerð heilbrigðisráðherra.
Hægt að lesa allt um reglur um sóttkví á Covid.is/flokkar/ferdalog.
Landamæraskimun við komu og sóttkví
Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að fara í sóttkví eða í sýnatöku.
Fyrri skimun er á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga samkvæmt leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi eða leiðbeiningum um sóttkví fyrir fólk sem heimsækir Ísland.
Seinni skimun fer fram á heilsugæslustöðum og hægt er að fara í skimun víðs vegar um landið. Vinsamlegast athugið mismunandi opnunartíma. Sóttkví er aflétt þegar neikvæð niðurstaða fæst úr seinni skimun. Jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greining, meðferð og eftirlit tilkynningarskyldra sjúkdóma, þar með talið COVID-19, er sjúklingi að kostnaðarlausu. Þetta á ekki við um valkvæða sýnatöku vegna COVID-19.
Fyrir leikmenn frá USA gildir aukalega:
1.
Félög sækja um til UTL að venju, skila öllum umbeðnum gögnum inn í frumriti + FBI vottorði.
2.
Þegar UTL staðfestir móttöku á umsókn viðkomandi USA leikmanns, líkt og venjulega, inn á sitt borð (ekki fullklárað leyfi) til umboðsmanns/fulltrúa félagsins sem sótti um þarf að senda fyrirspurn um undanþágu fyrir leikmanninn frá ferðatakmörkunum. Þetta er nýtt skref frá því áður út af COVID-19.
3.
Fyrirspurn um hvort öll skilyrði undanþágu séu fyrir hendi er send til áritunardeildar Utanríkisráðuneytisins á netfangið visa@utn.is og óskað eftir staðfestingu á að öll skilyrði undanþágu séu uppfyllt fyrir leikmanninn. Það þýðir í stuttu máli að senda þarf að senda inn beiðni um undanþágu frá ferðatakmörkunum um leið og búið er að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir einstaklinginn til ÚTL. UTN (Utanríkisráðuneytið) hefur ákveðið að staðfesta þurfi undanþágubeiðnir fyrir ferðalög íþróttafólks bæði við ÚTL og VMST. Félög geta áfram sent undanþágubeiðnir til UTN þegar búið er að skila umsókn og sækja um dvalarleyfi til ÚTL. Því gæti biðtíminn eftir undanþágum á ferðatakmörkunum frá UTN lengst.
ATH! Mjög mikilvægt er að félög þurfa að fá hana staðfesta til baka áður en leikmaðurinn leggur af stað til Íslands. Að öðru kosti gæti honum verið meinuð ferðaheimild til Keflavíkurflugvallar þaðan sem hann ferðast frá. Skjal þess efnis að undanþága er veitt er hægt að senda honum frá UTN (Utanríkisráðuneytið) þegar leyfið er veitt.
4.
Öllum farþegum ber að fylla út skráningarform, fara eftir sóttvarnareglum og þeir eru hvattir til að hlaða niður smáforritinu, Rakning C-19. Forskráning er ekki ferðaheimild. Fylla þarf út (mest 72 klst. fyrir komu) forskráningarblað hérna: heimkoma.covid.is
Landamæri fyrir íþróttamenn frá USA opnast með þessu móti. Við komuna til landsins þarf að fylgja fyrirmælum Almannavarna og er hægt að lesa allt um reglur um sóttkví á Covid.is/flokkar/ferdalog.
Til KKÍ í lokin á sóttkví til að hljóta leikheimild þarf:
Leikmenn og forráðamenn þurfa að kvitta á og skila eftirfarandi skjölum:
Leikmenn (enska) · Players statement
Forráðamenn/félag (íslenska)