21 ágú. 2020KKÍ standa fyrir Afreksbúðum næstu tvær helgar í ágúst og fylgja sóttvarnarreglum yfirvalda. Fyrri æfingahelgin verður í íþróttahúsinu í Grindavík (Strákar og stelpur). Helgina 29.-30. ágúst verða leikmenn svo við æfingar á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Æfingahelgar í sumar 2020:
Fyrri: 22. -23. ágúst · Íþróttahúsið í Grindavík
Seinni: 29. -30. ágúst · Ólafssalur (Hauka-húsið að Ásvöllum í Hafnarfirði)


Almennt um Afreksbúðir KKÍ:

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga milli jóla og nýárs 2020. Í Afreksbúðum er það yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni fædd 2006 og verða haldnar tvisvar í ágúst. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga.

Yfirþjálfarar Afreksbúða 2020 er Snorri Örn Arnaldsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum.


Fyrirkomulag og framkvæmd:

1) Aðkoma iðkenda · Inngangur 
Foreldrar eru beðnir um að skutla börnum sínum að inngangi íþróttahússins. Við viljum biðja foreldra að fara ekki úr bílum sínum nema nauðsyn beri til. Foreldrar mega ekki koma inn í íþróttahúsið. Leikmenn komast greiða leið beint inn í sal og þar er tekið á móti þeim af þjálfurum KKÍ.

2) Iðkendur þurfa að koma klæddir til æfinga
Við viljum biðja iðkendur að koma í íþróttafötum tilbúin til æfinga. Körfuboltaskór og vatnsbrúsi skal vera með í tösku/poka sem er tekin með inn í íþróttasalinn. Þar klæða iðkendur sig í körfuboltaskóna. Ekki verður í boði að nota búningsklefa.

3) Aðkoma næstu æfingahópa
Strákar og stelpur æfa til skiptis báða daga og því fínt að miða við að mæta í íþróttahúsið c.a 10-15 mínútum fyrir upphaf æfingu. 

4) Lok æfinga / milli æfinga
Þegar æfingu lýkur fara iðkendur strax út úr íþróttasalnum og nýta annað rými til að nærast og bíða milli æfinga.

5) Sótthreinsun bolta
Þjálfarar og starfsmenn KKÍ hreinsa bolta og áhöld milli æfinga hópana tveggja.

6) Þátttökugjald og greiðsla
Við viljum biðja foreldra að millifæra þátttökugjaldið á reikning KKÍ. Vegna sóttvarna og til að lágmarka umgang í íþróttahúsinu eru allir foreldrar eru beðnir um að ganga frá þátttökugjaldinu í heimabanka með millifærslu og kvittun í tölvupósti í síðasta lagi föstudaginn 14. ágúst. (sjá nánar á www.kki.is/afreksbudir)


Aðrar aðgerðir og leiðbeiningar sem notast verður við:
· Eingöngu þjálfurum, fulltrúm KKÍ og starfsfólki íþróttahússins sem og iðkendum sem fæddir eru 2004 og síðar er heimilt að vera í inní íþróttasal
· Foreldrum er óheimilt að horfa á æfingarnar og að koma inn í íþróttahúsið
· Foreldrar eru beðnir um að koma börnum sínum á staðinn og sækja fyrir utan íþróttahúsið eins og kostur er
· Ekki verði notast við búningsklefa hvort sem er fyrir eða eftir æfingarnar og iðkendur koma klæddir
· Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem iðkendur og þjálfarar eru
· Þjálfarar noti ekki sömu bolta til kennslu og iðkendur
· Iðkendur og þjálfarar útiloka alla snertingu sín á milli og haldi fjarlægð í 2 metrum eins og hægt er
· Iðkendur drekki eingöngu vökva úr sínum eigin drykkjarílátum. Hver og einn aðili ætti að vera með sitt eigið ílát (brúsa, flösku eða annað).