20 ágú. 2020Þann 26. september kl. 14:00 verður haldið grunnnámskeið í statti. Markhópur námskeiðisins eru nýir stattarar, bæði skrásetjarar (input á tölvu) eða hvíslarar (callers), en reyndari stattarar sem og aðrir sem hafa áhuga á körfubolta eru velkomnir. Farið verður yfir tölfræðiskilgreiningarnar með vídjóum, tæknileg atriði varðandi frágang leikja og rennt yfir helstu atriði í stattforritinu FIBA Livestats 7.
Námskeiðið fer fram á netinu í gegnum Zoom og verður ca. 2 klst. og mun Jón Svan Sverrisson mun stýra námskeiðinu og kenna ásamt því að fara yfir ýmis praktísk atriði og áherslur fyrir veturinn.
Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu og mikilvægt fyir félög að eiga fulltrúa á því, hvort sem um ræðir nýja stattara eða vana.
Skráning er hafin hérna
Dagskrá námskeiðisins kemur þegar nær dregur.
Nánar um stattnámskeið KKÍ:
Tölfræði námskeið eru mikilvæg fyrir öll félög í efstu tveim deildum sem verða með lifandi tölfræði í vetur frá sínum heimaleikjum. Hér geta nýjir aðilar lært grunninn og orðið tilbúnir til að hefja störf á komandi tímabili og reynslumeiri stattarar geta rifjað upp fræðin og miðlað þekkingu sinni einnig.