18 ágú. 2020
Dregið hefur verið í 32 liða úrslit bikarkeppni 9. flokks drengja, en alls eru 28 lið skráð til leiks þetta tímabilið. Ekki var dregið í bikarkeppni 9. flokks stúlkna þar sem 16 lið eru skráð til leiks. Leika skal 32 liða úrslitin á tímabilinu 3.-9. september, ekki er heimilt að spila utan gluggans þar sem stutt er milli 32 liða og 16 liða úrslitanna. Miðað er við að leikir þar sem gestalið þurfa ekki að ferðast um langan veg fari fram á virkum dögum. Vinsamlegast komið þessum pósti áfram til þjálfara og þeirra sem sjá um að setja leikina á innan ykkar félags svo ekki verði töf á því.
Heimalið á að skila inn leiktíma fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 20. ágúst. Vísað er í 45. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót, en þar segir: “Félag sem fær heimaleik skal finna leiktíma í samráði við mótanefnd innan tveggja virkra daga frá bikardrætti. Verði félag ekki við þessu skal mótanefnd víxla heimavöllum og fær það þá lið sem seinna var dregið heimaleik og skal þá, eftir að mótanefnd hefur tilkynnt svo með sannanlegum hætti, finna leiktíma í samráði við mótanefnd innan þriggja virkra daga. Verði það félag sem seinna var dregið ekki við þessu er mótanefnd heimilt að finna hlutlausan völl fyrir leikinn á kostnað viðkomandi félaga auk 20.000 kr. sektar sem rennur til KKÍ.”
Bent er á að dómarakostnaður í öllum bikarleikjum yngri flokka deilist jafnt milli leikaðila.
9. flokkur drengja
Leikdagar 3.-9. september
Selfoss - KR c
Haukar c - Grindavík
Keflavík - Hamar/Hrunamenn
Stjarnan d - Haukar b
Afturelding - Njarðvík
Sindri - Fjölnir
Ármann - KR b
Skallagrímur - ÍR
Breiðablik b - Stjarnan b
Þór Þ. - Valur
KR - Haukar
Stjarnan c - KR d
ÍA, Selfoss b, Stjarnan og Tindastóll sitja hjá.