13 ágú. 2020
Á fundi sérsambanda með ÍSÍ og yfirvöldum í hádeginu í dag kom skýrt fram að æfingar félaga eru ekki leyfðar fyrr en yfirvöld hafa samþykkt reglur sérsambanda varðandi æfingar og mótahald og verða þær að uppfylla kröfur yfirvalda varðandi sóttvarnir.
KKÍ og HSÍ hafa unnið saman að reglum sem sendar hafa verið á bæði ÍSÍ og yfirvöld og er það von okkar að samþykki fáist á þær reglur sem allra fyrst.
Fyrr en það samþykki fæst eru æfingar félaga við hefðbundnum hætti óheimilaðar og gilda þær reglur sem áður hafa verið gefnar út varðandi 2 metra fjarlægð og notkun sameiginlegs búnaðar er óheimil.
KKÍ mun láta vita þegar í stað þegar samþykki reglnanna fæst.