5 ágú. 2020

Eins og staðan er í dag og að óbreyttu mun KKÍ standa fyrir úrvals- og afreksbúðum í ágúst skv. dagskrá svo framarlega sem það fylgir sóttvarnarreglum yfirvalda.

· Úrvalsbúðir (2007-2008-2009 árg.) fara fram 15.-16. ágúst (nánar hér)
· Afreksbúðir (2006 árg.) fara fram 22.-23. og 29.-30. ágúst (nánar hér)

Undirbúningur og æfingar íþróttaliða eru leyfðar áfram af hálfu yfirvalda fyrir börn fædd 2005 og yngri, en þó þannig að gæta þarf að þrifum á öllum búnaði milli notenda og æfinga. 

Fyrirkomulag:
Gætt verður að sótthreinsun á öllum boltum og öðrum sameiginlegum búnaði milli æfingahópa og að hópar séu ekki að blandast inni í íþróttasal milli æfinga við komur og brottfarir. Mikilvægt er að starfsmenn og iðkendur taki tilmælin alvarlega og fari eftir umgengnisreglum v/ COVID-19 eins og KKÍ mun leggja til í kringum rekstur búðanna.
 
Leikvangi verði skipt upp í svæði þannig og að allur umgangur fólks á milli svæða verður óheimill á meðan á takmörkunum stendur:

Inngangar: Sitthvort fyrir komu og brottfarir iðkenda.
Biðsvæði: Andyri/gangar fyrir þá hópa sem koma inn á meðan æfing stendur yfir.
Íþróttasalur: vinnusvæði iðkenda og þjálfara

Tími milli æfinga verður rúmur þannig að þeir iðkendur sem eru að yfirgefa svæðið fara út áður en næsti hópur kemur inn í til búningsherbergja og inn í íþróttasal.

Þá eru foreldrar beðnir um að takmarka viðveru sína í íþróttahúsinum og helst eingöngu vera þar sem börnum er skilað og sótt við inngang og útgang fyrir og eftir æfingar.
 
Aðrar aðgerðir og leiðbeiningar sem notast verður við:
· Iðkendur nota tvo innganga (nánar auglýst síðar). Einn fyrir komu og annan fyrir brottför.
· Foreldrum er óheimilt að horfa á æfingarnar og að vera inni í íþróttasal meðan á æfingum stendur
· Foreldrar eru beðnir um að koma börnum sínum á staðinn og sækja fyrir utan íþróttahúsið eingöngu sé þess kostur
· Ekki verði notast við búningsklefa hvort sem er fyrir eða eftir æfingarnar nema eingöngu fyrir salernis aðstöðu/notkun
· Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem iðkendur og þjálfarar eru
· Þjálfarar noti ekki sömu bolta til kennslu og iðkendur
· Iðkendur og þjálfarar útiloka alla snertingu og haldi fjarlægð í 2m eins og hægt er
· Iðkendur drekki eingöngu vökva úr sýnum eigin drykkjarílátum. Hver og einn aðili ætti að vera með sitt eigið ílát (brúsa, flösku eða annað).

 
Greiðslur iðkenda:
Allir leikmenn/foreldrar eru beðnir um að ganga frá þátttökugjaldinu í heimabanka með millifærslu og kvittun í tölvupósti. Mjög mikilvægt er að senda kvittun með nafni og fæðingarári barns til að hægt sé að merkja við greiðslu. Verður kynnt foreldrum þegar nær dregur.