8 júl. 2020
Breska körfuknattleikssambandið er nú í sumar að bjóða sínu fólki upp á ýmis námskeið með fjarfundarbúnaði og hafa þeir ákveðið að leyfa öðrum en Bretum að taka þátt. Meðal námskeiða er ritaraborðsnámskeið og verða tvö slík nú í sumar, annars vegar um stjórn leikklukkunnar og hinsvegar um stjórn skotklukkunnar.
Slík námskeið eru ekki oft í boði og hvetur KKÍ alla sem hafa starfað á ritaraborðum og sjá fram á að gera það í framtíðinni, eins leikmenn, þjálfara og aðra til að taka þátt til að fá betri skilning á starfinu sem fer fram á ritaraborðinu.