19 maí 2020
Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum 7. maí síðastliðinn nokkrar breytingar á reglugerðum KKÍ. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi.
Þær eru helstar:
- Skráningarfrestir í mót færðir framar
- Félögum í tveimur efstu deildum karla og kvenna ber skylda að senda út tölfræðilýsingu beint
- Breyting á stigatalningu í minnibolta sem og að leyft verði að spila maður á mann vörn allan völlinn, bannað að tvídekka eða gildra
- Tilkynna verður um sameiginlegt lið áður en skráningarfrestur í mót rennur út
- Mótanefnd ber nú að setja sér starfsreglur um starf sitt, þær verða birtar á heimasíðu KKÍ
Ýmsar smávægilegar lagfæringar voru einnig gerðar. Hægt er að skoða reglugerðir sambandsins hér. Allar viðbætur við reglugerðir eru gulmerktar í reglugerðum sambandsins.