12 mar. 2020KKÍ fundaði í gær með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kórónaveirunnar og áhrif hennar á samfélagið. Á fundinum var ákveðið að standa við mótahaldið þar til tilmæli um annað kæmu frá yfirvöldum. Hins vegar hafa aðstæður breyst þar sem bæði mótshaldarar hafa lýst yfir áhyggjum af því að halda úti mótum, sem og einhver félög hafa afboðað sig.
KKÍ hefur því ákveðið að aflýsa öllum fjölliðamótum fram yfir páska. Þetta hefur áhrif á eftirfarandi flokka og deildir:
Minnibolti 10 ára, drengir og stúlkur
Minnibolti 11 ára, drengir og stúlkur
7. flokkur, drengir og stúlkur
8. flokkur, drengir og stúlkur
9. flokkur, drengir og stúlkur
2. deild kvenna, fjölliðamót
KKÍ mun tilkynna sérstaklega um framhaldið hjá þessum flokkum. Ítrekað er að aðrir leikir í öðrum flokkum og keppnum fara fram skv. leikjadagskrá, en staðan hvað það varðar verður metin daglega og allar ákvarðanir tilkynntar hlutaðeigandi aðilum.
Af gefnu tilefni vill KKÍ árétta að allir aðilar, bæði þáttakendur, skipuleggjendur og aðrir fari að leiðbeiningum almannavarna sbr. hjálagða tilkynningu:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39672/Radgjof-vegna-COVID-19-og-mannamota-
Vinsamlegast komið þessum upplýsingum áfram innan ykkar félags, þ.e. til þjálfara, stjórnar, nefnda, foreldra sem og annara sem hafa gagn af upplýsingunum.