11 mar. 2020

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar

 

Mál nr 60/2019-2020

"Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Benedikt Lárusson, leikmaður KR/KV, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik UMFN og KR/KV, unglingafl. kk Íslandsmóti sem fór fram þann 2. mars 2020."

 

Sameiginleg niðurstaða í málum 61 og 62/2019-2020

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Fanney Lind Thomas, leikmaður mfl. Breiðabliks, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Breiðabliks gegn Keflavík i meistaraflokki kvenna, Dominosdeild, sem leikinn var þann 4. mars 2020.

Mál nr 63/2019-2020

"Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sigurður Dagur Hjaltason, leikmaður FSU, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Vals og FSU, drengjafl. kk Íslandsmóti sem fór fram þann 4. mars 2020."

Mál nr 64/2019-2020

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Evan Christopher Singletery, leikmaður mfl. ÍR, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Grindavíkur gegn ÍR i meistaraflokki karla, Dominosdeild, sem leikinn var þann 5. mars 2020.